Það er í mörg horn að líta við stofnun, uppbyggingu og rekstur á öflugu fyrirtæki. Við fylgjum þér í gegnum allt ferðalagið og sníðum þjónustuna eftir þínum þörfum hverju sinni.

Image

Við sjáum um allt þetta hefðbundna tengt bókhaldinu og fjármálunum, en við gerum meira en bara það.

Image

Okkar Þjónusta

Bókarinn

Sjáum um bókhaldið, launaútreikninga og skattskilin frá A til Ö. Leggjum áherslu á að þú hafir góða yfirsýn yfir fjármálin án þess að eyða óþarfa tíma í pappírsvinnu.


Fjármálastjórinn

Sinnum alhliða fjármálastjórnun svo sem áætlanagerð, undirbúningi fyrir aukna fjármögnun, skýrslugerð og samskiptum við stjórn, hluthafa, bankann, styrktarsjóði og aðra hagsmunaaðila, utanumhaldi með samningum, greiðslu reikninga, innheimtu tekna og fleira. Komum einnig að rekstarlegri stefnumótun og stjórnun eftir þörfum.

Stillum upp stjórnendamælaborði fyrir reksturinn.


Markþjálfinn

Hjálpum þér að setja skýr rekstrarleg markmið, leikáætlun til að ná þeim markmiðum og kerfi til að mæla árangurinn. Vinnum með þér að endurskipulagningu á rekstrinum og fjármálunum, einföldun á verkferlum, auknum afköstum og betri yfirsýn.

Við erum alltaf á höttunum eftir snjallari leiðum til að einfalda okkur lífið og fögnum öllum ábendingum um sniðugar lausnir. Við notum meðal annars þessar þjónustur í okkar daglega starfi og samstarfi við okkar viðskiptavini.

What's measured improves
Peter F. Drucker

HAFÐU SAMBAND

FYLGI

kt. 5205042490

Bæjarhraun 20, 200 Hafnarfjörður
support@fylgi.is

Panta fund